Í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar er 25 metra sundlaug, tveir pottar, vaðlaug, tvær vatnsrennibrautir og innsundlaug með fjölda vatnsleiktækja. Innilaugin er einkar barnvæn,aðeins 45 cm djúp og mjög vinsæl hjá yngstu kynslóðinni. Við laugina er vatnsgufa, tveir rúmgóðir búningsklefar og tveir útiklefar. Sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða.
Á annarri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar er líkamsrækt seme r ágætlega tækjum búinn. Í líkamsræktinni eru tveir salir, tækjasalur og leikfimisalur. Einnig er búningsklefar og tveir saunaklefar. Á svölum líkamsræktarinnar eru þrír pottar, tveir heiti og einn kaldur.
Tjaldsvæði í nágrenninu
Afgreiðslutími
Sumaropnun 1. júní til 31. ágúst
- Mánudaga – föstudaga: 07:00 – 21:00
- Laugar- og sunnudaga: 10:00 – 18:00
17 júní: Lokað
Vetraropnun, 1. september til 31. maí
- Virka daga: 07:00 – 21:00
- Laugar – og sunnudaga: 10:00-17:00
Gjaldskrá - Frekari upplýsingar
*Frítt fyrir börn að 18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu.
Aldraðir (67 ára og eldri) þurfa ekki að greiða fyrir sund.
Öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir sund, en þurfa að sýna kort.