Sundhöll Hafnarfjarðar

Sundhöll Hafnarfjarðar var fyrsta sundlaugin í Hafnarfirði.   Í fyrstu var aðeins um útilaug að ræða við Krosseyrarmalir og var hún  tekin í notkun árið 1943.  Það var síðan árið 1953 sem Sundhöll Hafnarfjarðar var tekin í notkun eftir að byggt hafði verið yfir útilaugina.

Sundhöllin státar af innilaug sem  er 25 metrar að lengd og 8.7 metrar í breidd og í dýpri enda laugarinnar er hún 3,2m djúp.   Tveir rúmgóðir heitir pottar eru í afgirtum garði við bygginguna og er annar þeirra með öflugu nuddtæki.  Í garðinum er einnig kaldur pottur.  Í sundlauginni eru sérstakir saunaklefar fyrir bæði karla og konur.

Sundhöllin er þekkt fyrir sitt rólega andrúsmloft.  Laugin er mikið notuð af eldri borgurum og íbúum í nágreinni laugarinnar, jafnframt sem Sundfélag Hafnarfjarðar er með hluta af sínum æfingatímum í lauginni og nemendur í Víðistaðaskóla og Engidalsskóla sækja þangað í skólasund.

Hér er í rauntíma fjöldi gesta í laugunum í Hafnarfirði

!function(e,i,n,s){var t="InfogramEmbeds",d=e.getElementsByTagName("script")[0];if(window[t]&&window[t].initialized)window[t].process&&window[t].process();else if(!e.getElementById(n)){var o=e.createElement("script");o.async=1,o.id=n,o.src="https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js",d.parentNode.insertBefore(o,d)}}(document,0,"infogram-async");

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími

  • Mánudaga – föstudaga:  06:30 – 21:00
  • Laugardagar:  08:00 – 18:00*
  • Sunnudagar:  08:00 – 20:00*

*Sundhöll Hafnarfjarðar verður opin um helgar í sumar á meðan viðhaldsframkvæmdir verða í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug.  Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið um miðjan ágúst.

 

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

[tablefield field-name="gjaldskra-verd" table-class="my-table"]

Staðsetning