Sundlaug Snæfellsbæjar stendur við Ennisbraut, við hlið grunnskólans, og er samföst íþróttasvæðinu við Engihlíð.
Börnum yngri en tíu ára er óheimilt að fara í sund nema í fylgd með syndum einstaklingi sem er fimmtán ára eða eldri. Ábyrgðarmaður tekur fulla ábyrgð á barni og fylgir því alltaf hvort sem er í lauginni eða í pottunum.
Afsláttarkort gilda hvort tveggja í sundlaugina í Ólafsvík og Lýsulaugar.
Sundlaugin er opin allt árið um kring. Yfir vetrartímann er sundlaug þó lokuð á vissum tímum dags þegar skólasundið er í gangi. Sjá nánar á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is
Innisundlaug er lokuð almenningi þegar skólasund og sundæfingar standa yfir. Útisvæði er alltaf opið almenningi.
Hægt er að fara í heita potta úti og vaðlaug þótt sundkennsla standi yfir.
Tjaldsvæði í nágrenninu
Afgreiðslutími
- Mánudaga – föstudaga: 07:30 – 21:00
- Laugar- og sunnudaga: 10:00 – 17:00
Hætt er að hleypa ofan í 30 mínútum fyrir lokun.