Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Í sundlaug Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar er gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Hægt er að fá einkaklefa, sturtustóll er til staðar og lyftur eru í pottinn og sundlaugina. Möguleiki er á að opna hurð að búningsklefa sem eykur pláss og auðveldar aðgengi fyrir hjólastóla.   Að auki er rampur að sundlauginni sem auðveldar einstaklingum í hjólastól aðgengi.

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar við Hrafnagilsskóla var tekinn í notkun í janúar 2007. Sundlaugin sjálf er 10×25 metrar og við hana eru heitur pottur, vaðlaug, stór rennibraut og eimbað. Hitinn í lauginni sjálfri er um það bil 30° og er þessvegna tilvalinn fyrir barnafólk.

Sundlaugin er staðsett við Hrafnagilsskóla sem að er í 10 km sunnan við Akureyri. Við hliðina á sundlauginni er Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar. Mjög veðursælt.

Tjaldsvæði í nágrenninu

Hrafnagil

Afgreiðslutími

Sumaropnun

  • Virka daga:  06:30 – 22:00
  • Helgar:  10:00 – 20:00

Vetraropnun.

  • Mánudaga – fimmtudaga:  06:30 – 08:00 og 14:00 – 22:00
  • Föstudaga:  06:30 – 08:00 og 14:00 – 19:00
  • Laugar – og sunnudaga:  10:00 -19:00

 

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

[tablefield field-name="gjaldskra-verd" table-class="my-table"]

Staðsetning