Sundlaugin á Hellu er 25 x 11 metrar og er lögleg sem keppnislaug. Við laugina eru 5 heitir pottar; 1 nuddpottur, 2 heitir pottar og 2 vaðlaugar. Við laugina eru einnig 3 rennibrautir; 2 stórar og 1 lítil. Eimbað er við laugina og sólbaðsaðstaða. Sundlaugin er sambyggð við íþróttahúsið og myndar skemmtilega heild fyrir margvíslegar íþróttagreinar.

Tjaldsvæði í nágrenninu

Árhús, Hellu
Laugaland

Afgreiðslutími

Sumaropnun 25. maí til 25. ágúst

  • Mánudaga – föstudaga:  06:30 – 21:00
  • Laugar- og sunnudaga:  10:00 – 19:00

Vetraropnun, 26. ágúst til 24. maí

  • Virka daga:  06:30 – 21:00
  • Laugar – og sunnudaga:  10:00-16:00

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Börn og ungmenni yngri en 18 ára með lögheimili eða stunda nám í Rangárþingi ytra og Ásahrepp fá frítt í sund á Hellu og Laugalandi.
Aldraðir og öryrkjar með lögheimili í Rangárþingi ytra og Ásahrepp fá frítt í sund á Hellu og Laugalandi.

[tablefield field-name="gjaldskra-verd" table-class="my-table"]

Staðsetning