Ásvallalaug

Ásvallalaug var vígð 6. september 2008 í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Sundmiðstöðin er ein sú stærsta á landinu eða um 6.000 m². Þar er einnig Reebok með heilsurækt í 600 m² rými, Ásmegin sjúkraþjálfun svo og félagsaðstaða Sundfélags Hafnarfjarðar og Íþróttafélagsins Fjarðar en þessi félög eru með mjög umfangsmikla starfssemi í lauginni.

Sundmiðstöðin skartar 50 metra sundlaug sem að jafnaði er skipt með brú þannig að helmingur laugarinnar er 25m að lengd og hinn helmingurinn er 50 m.  Við 50 m laugina er lyfta fyrir fólk í hjólastólum til að komast ofan í hana.   Í sundlauginni er jafnframt 17 metra barnalaug (90-110cm djúp) og 10 metra vaðlaug fyrir yngstu kynslóðina með tilheyrandi leikföngum.  Hitastig barnalauganna er um 32°C á meðan hitastig sundlaugar er 28°C. Hitastig inni í salnum er ávallt um 30°.   Innanhúss eru einnig vinsæl vatnsrennibraut, þrír heitir pottar og eimbað.  Utandyra eru tveir heitir pottar og mjög góð sólbaðsaðstaða.    .

Starfsemin í Ásvallalaug er með fjölbreyttasta móti en þar má nefna auk hefðbundins skólasunds og sundæfinga félaganna, waterpolo, blak, æfingar köfunarfélaga, námskeið í bættum sundstíl, vatnsleikfimi ofl.

Hér er í rauntíma fjöldi gesta í laugunum í Hafnarfirði

!function(e,i,n,s){var t="InfogramEmbeds",d=e.getElementsByTagName("script")[0];if(window[t]&&window[t].initialized)window[t].process&&window[t].process();else if(!e.getElementById(n)){var o=e.createElement("script");o.async=1,o.id=n,o.src="https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js",d.parentNode.insertBefore(o,d)}}(document,0,"infogram-async");

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími

  • Mánudaga – fimmtudaga:  06:30 – 22:00
  • Föstudaga:  06:30 – 20:00
  • Laugardaga:  08:00 – 18:00
  • Sunnudaga:  08:00 – 17:00

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

[tablefield field-name="gjaldskra-verd" table-class="my-table"]

Staðsetning