Ásgarðslaug

Ásgarðslaug er útisundlaug með heitum pottum og barnalaug. Í barnalauginni er lítil rennibraut.

Laugin var nýlega öll endurnýjuð og voru settar upp nýjar útisturtur auk þess sem nýir heitir pottar voru gerðir. Þá er einnig kaldavatnspottur og vað – og setlaug.

Ofan í sundlaugina er góð lyfta fyrir fólk í hjólastólum frá Pool Pod.

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími

  • Mánudaga til föstudaga:  06:30 – 22:00
  • Laugardaga og sunnudaga:  08:00 – 18:00

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Varðandi aðra þætti gjaldskyldu:

  • Börn 0-17 ára eru ekki gjaldskyld, miðað er við daginn sem þau verða 18 ára
  • Gjaldskylda fellur niður við 67 ára aldur miðað við afmælisdag, framvísa verður persónuskilríkjum og kaupa rafrænt Garðakort.
  • Öryrkjar eru ekki gjaldskyldir gegn framvísun skírteinis frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra í Reykjavík, sem skal endurnýjað árlega.
  • Skírteini TR, grænt vegna varanlegrar örorku, gult vegna tímabundinnar örorku og blátt skírteini Blindrafélagsins, gefa einnig gjaldfrjálsan aðgang.
  • Allir sem eru með gjaldfrían aðgang verða að vera með Garðakortið til að hlaða inn aðgangsheimild. Þannig getur hver og einn afgreitt sig sjálfur.

Annað:
Hætt er að selja aðgang hálfri klukkustund fyrir lokun. Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.  Frá 1. júní ár hvert geta börn sem verða 10 ára á árinu farið í sund án fylgdarmanns (eftir 4. bekk) enda séu þau orðin synd.

[tablefield field-name="gjaldskra-verd" table-class="my-table"]

Staðsetning